Um Mayoral
Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar nýjar verslanir á Íslandi á þessu ári og því næsta í gegnum umboðssamning. Mayoral býður upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn á aldrinum 0-16 ára. Mayoral er ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10.000 útsölustaði í yfir 100 löndum ásamt netverslun sem nær til 21 markaða. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Málaga á Spáni.
Mayoral er virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Málaga á Spáni og er rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu, og einbeitir sér að því að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískulegan fatnað og skó fyrir börn á aldrinum 0-16 ára. Með sterkri viðveru í yfir 100 löndum og yfir 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í
sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali þess sem er lagt fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert. Nú er Mayoral stolt af því að kynna vörur sínar fyrir íslenskum fjölskyldum og færa þeim tísku og gæðafatnað á hagkvæmu verði.
Mayoral hefur verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hefur selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára. Í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa nú rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt ásamt Gina Tricot, opnast tækifæri til að gera vörum Mayoral betri skil sem hófst með opnun fyrstu verslunar Mayoral í Smáralind.
Vöruúrval Mayoral samanstendur af Newborn línu sem er ungbarnafatnaður á 0-18 mánaða börn, stutt af gjöfum og aukahlutum þar sem leitast er við að ná jafnvægi á milli nýjustu tískustrauma og þæginda, mýktar og gæða sem eru nauðsynleg fyrir barn á fyrstu mánuðum þess. Baby lína Mayoral samanstendur af fatnaði og aukahlutum fyrir 6 til 36 mánaða gömul börn og einkennist af fjölbreytilegum og þægilegum fatnaði. Án þess þó að missa sjónar af nýjustu tískustraumum og litum til að geta boðið upp á föt fyrir hvert augnablik og tilefni. Í Mini línunni fyrir börn á aldrinum 2ja til 9 ára er viðkvæðið „Verum vinir“ í aðalhlutverki þar sem lífskraftur og ferskleiki bernskunnar eru í brennidepli. Litríkar flíkurnar mynda heildstæð útlit og þægileg efni fyrir daglegan fatnað barna.
,,Við höfum fylgst með vörumerki Mayoral til margra ára og þegar tækifæri bauðst til að koma með verslun hingað til Íslands og það í Smáralind, urðum við strax spennt. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að Mayoral verði vel tekið af fjölskyldum landsins“, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Mayoral á Íslandi.
Mayoral Group virðir skuldbindingu sína við umhverfið, samfélagið og stjórnarhætti fyrirtækja (ESG) með verkefni undir kjörorðinu „Elskum jörðina!“ sem m.a. felst í því að áætlun um að á næsta ári verði um 50% af fatnaði fyrirtækisins framleidd með sjálfbærari hætti og úr sjálfbærari efnum, en nú þegar er 43% vöruúrvalsins sem uppfyllir þessi skilyrði. Mayoral er aðili að Sustainable Apparel Coalition (SAC), alþjóðlegu bandalagi um sjálfbæra framleiðslu í textíl-, skó- og fataiðnaðinum. Árið 2023 gekk hópurinn til liðs við
alþjóðlega Better Cotton áætlunina, eina af helstu framtaksverkefnum sem stuðla að ábyrgari ræktun á bómull og notar FSC-vottaðan pappír í vörulistum sínum, verslunarpokum og fatamerkingum. Forest Stewardship Council (FSC) eru frjáls félagasamtök sem stuðla að umhverfislegri og hagkvæmri stjórnun á skóglendum heimsins.
,,Mayoral heimurinn spannar yfir 100 lönd og 10.000 útsölustaði og að fá tækifæri til að bæta íslenskum fjölskyldum við okkar flóru viðskiptavina erum við ótrúlega spennt fyrir!“, segir Rafael Domínguez de Gor, forstjóri Mayoral Group.
Nokkrar lykilstaðreyndir um Mayoral Group:
- Mayoral býður upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0-16 ára
- Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum
- Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og selur um 31 millj. flíkna ár hvert
- Aðalskrifstofur Mayoral eru í Málaga á Spáni
- Frekari upplýsingar má finna á www.mayoral.com/us/en/about-us
Frekari upplýsingar veitum við á skrifstofunni í síma 591-9095.
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netverslun@mayoraliceland.is eða hafa samband í gegnum Facebook/Instagram síðu okkar @mayoraliceland